Vinnumarkaður - 

30. október 2002

Aukin þjónusta hjá Kjararannsóknarnefnd

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aukin þjónusta hjá Kjararannsóknarnefnd

Í nýju rafrænu fréttabréfi kynnir Kjararannsóknarnefnd (KRN) til sögunnar nýtt launahugtak, regluleg laun, auk þess að veita upplýsingar um heildarlaun og vinnutíma. Þá birtir nefndin í fyrsta sinn meðallaun stjórnenda og þjónusta við notendur er aukin á vefsíðu nefndarinnar með aðgengilegum töflum (á excel-sniði) sem sýna meðallaun einstakra starfsgreina, eftir kyni og svæði.

Í nýju rafrænu fréttabréfi kynnir Kjararannsóknarnefnd (KRN) til sögunnar nýtt launahugtak, regluleg laun, auk þess að veita upplýsingar um heildarlaun og vinnutíma. Þá birtir nefndin í fyrsta sinn meðallaun stjórnenda og þjónusta við notendur er aukin á vefsíðu nefndarinnar með aðgengilegum töflum (á excel-sniði) sem sýna meðallaun einstakra starfsgreina, eftir kyni og svæði.

0,1% kaupmáttaraukning
Samkvæmt niðurstöðum launakönnunar KRN fyrir 2. ársfjórðung 2002 höfðu regluleg laun að meðaltali hækkað um 5,6% frá 2. ársfjórðungi 2001. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 5,5% og samkvæmt því jókst kaupmáttur launa að meðaltali um 0,1%. Launahækkun starfsstétta var á bilinu 3,9% til 7,3%. Laun kvenna hækkuðu um 6,1% en karla um 5,2%. Laun á höfuðborgarsvæði hækkuðu um 5,4% en laun utan höfuðborgarsvæðis um 6,2%.

Regluleg laun 179.000 að meðaltali
Kjararannsóknarnefnd kynnir sem fyrr segir nýtt launahugtak, regluleg laun, en auk þess eru upplýsingar veittar um heildarlaun og vinnutíma. Regluleg laun eru greidd laun fyrir umsaminn vinnutíma skv. kjarasamningum, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Regluleg laun eru umreiknuð til mánaðarlauna fyrir fullt starf, hvort sem launamaður er í fullu starfi eða hlutastarfi og fær greitt tímakaup eða mánaðarlaun. Að meðaltali fengu launamenn greiddar kr. 179.000 í regluleg laun. Meðaltal heildarlauna (öll laun fullvinnandi einstaklinga) var kr. 243.400 og meðalvinnutími 45,1 stund.

Sjá nánar í rafrænu fréttabréfi KRN.

Samtök atvinnulífsins