Menntamál - 

19. Oktober 2015

Auðveldari leið til að sækja um styrki til starfsmenntunar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Auðveldari leið til að sækja um styrki til starfsmenntunar

Þriðjudaginn 20. október kl. 8.30-9.30 verður haldinn morgunverðarfundur í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni, 35, 1. hæð. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Menntun og mannauður 2015-2016. Á fundinum verður Áttin kynnt en hún er ný vefgátt sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum að starfsmenntassjóðum og fræðslustofnunum. Áttin er sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði.

Þriðjudaginn 20. október kl. 8.30-9.30 verður haldinn morgunverðarfundur í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni, 35, 1. hæð. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Menntun og mannauður 2015-2016. Á fundinum verður Áttin kynnt en hún er ný vefgátt sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum að starfsmenntassjóðum og fræðslustofnunum. Áttin er sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði.

Fyrirtæki þar sem starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og greitt er af í mismunandi stéttarfélög, hafa hingað til þurft að sækja til margra sjóða og fræðslustofnana um styrki. Þau eiga héðan í frá að geta sótt um styrki fyrir nær allt sitt fólk með aðeins einni umsókn.

DAGSKRÁ

„Þetta er allt of flókið og tímafrekt“.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA

Auðveldara aðgengi, greiðari leið fyrir starfsmenntun.
Sveinn Aðalsteinsson, verkefnistjóri Áttarinnar

Spurningar og spjall

Kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

Umsóknarferli er lokið.

 

Samtök atvinnulífsins