Atvinnulífið spáir 1,8% hagvexti í ESB
UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, spá 1,8% hagvexti meðal núverandi aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) árið 2004, og 1,7% hagvexti meðal evrulandanna. Á sama tíma er reiknað með 3,9% hagvexti Bandaríkjunum.
Efla þarf samkeppnishæfnina
Í efnahagshorfum UNICE (Economic Outlook) er
byggt á könnunum sem aðildarsamtökin í einstökum löndum gera meðal
aðildarfyrirtækja sinna. Í skýrslunni er megináhersla lögð á
nauðsyn þess að efla samkeppnishæfni Evrópu, m.a. með minnkun
reglubyrði, lægri sköttum og sveigjanlegri reglum á
vinnumarkaði.
Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru aðildarsamtök UNICE, en koma ekki að gerð efnahagshorfanna þar sem þær snúa eingöngu að aðildarríkjum ESB.