Atvinnuleysistryggingasjóður kaupir Engjateig 11

Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs ákvað fyrir jól að kaupa leiguhúsnæði sem Vinnumiðlun höfðuborgarsvæðsins hefur haft fyrir starfssemi sína, að Engjateigi 11. Sjóðurinn greiðir verulegan hluta af rekstrarkostnaði Vinnumálastofnunar vegna umsýslu við útborgun atvinnuleysisbóta.  Ljóst var að flutningur í nýtt leiguhúsnæði og leigukjör yrðu óhagkvæm og kostnaðarsöm.

Sjálfseignarstofnun
Atvinnuleysistryggingasjóður er sjálfstæður sjóður stofnaður 1956 og skipa aðilar vinnumarkaðarins stjórn hans.  Sérstakt atvinnutryggingagjald rennur til sjóðsins og hefur sjóðurinn verið byggður upp í góðu árferði undanfarin ár.  Eignir sjóðsins í dag nema um 8 milljörðum króna.  Atvinnuleysistryggingasjóður er sjálfseignarstofnun en meginhluti  eigna sjóðsins (7,5 milljarðar) hafa verið ávaxtaðar í ríkissjóði skv. ákvörðun sjóðsstjórnar.