Atvinnuleysið gleymdist í ályktun Samfylkingarinnar

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins  segir ekki  málefnalegt hjá Samfylkingunni að senda frá sér ályktun þar sem fjallað er um atvinnumál án þess að minnast einu orði á atvinnuleysið þegar 14 þúsund manns eru án vinnu eða 8% af vinnuaflinu. Flokksstjórn flokksins hefur gagnrýnt SA fyrir að gera kröfu um sátt um framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins. Vilhjálmur segir það málefnalega kröfu.

Fjallað var um málið í Fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld þar sem Vilhjálmur sagði m.a. þetta:

"Það er búið að ná samkomulagi um grundvallarbreytingu á fiskveiðistjórnarkerfinu sem felst í svokallaðri samningaleið þar sem forræði ríkissins er algerlega viðurkennt. Þjóðin á auðlindina. Það er engin að deila um það en spurningin er hins vegar um það hvernig eigi að útfæra nýtingu á þessari auðlind."

Í umfjöllun fréttastofu RÚV kom ennfremur fram í viðtali við Vilhjálm að nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra sem er í undirbúningi geti mögulega liðkað fyrir samningum á vinnumarkaði en það ráðist þó af innihaldi þess. Vilhjálmur segir að því fyrr sem frumvarpið komi fram því betra þannig að hægt verði að ræða um málið á efnislegum forsendum.

Sjá nánar:

Smellið hér til að horfa á frétt Stöðvar 2 30. janúar 2011

Smellið hér til að horfa á frétt RÚV - Sjónvarps 30. janúar 2011

Ályktun flokksstjórnar Samfylkingarinnar 29. janúar 2011

Viðbrögð SA við ályktun Samfylkingarinnar 29. janúar 2011: Forsætisráðherra haldi ró sinni