Atvinnuleysi 3,2% og starfandi fólki fækkar

Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar mældi 3,2% atvinnuleysi í nóvember. Þetta jafngildir því að um 5.200 einstaklingar hafi þá verið atvinnulausir. Í sams konar rannsókn í nóvember 2001 var atvinnuleysið 2,4%, eða um 3.900 manns. Í nóvember 2002 var atvinnuleysi 2,7% hjá konum en 3,6% hjá körlum. Atvinnuleysið var mest meðal yngstu aldurshópanna, eða 7,1% meðal 16-24 ára.


Starfandi fólki fækkar um 3.100
Fjöldi starfandi í nóvember 2002 var 156.800 samanborið við 159.900 í nóvember ári áður og 157.100 í apríl síðastliðnum. Starfandi fólki fækkar því um 3.100 á milli ára, samkvæmt könnuninni. Atvinnuþátttaka mældist 82,8% í nóvember 2002 en 83,6% á sama tíma ári áður.


Sjá nánar á heimasíðu Hagstofunnar.