Atvinnuleysi 1,3% í febrúar

Í febrúarmánuði síðastliðnum voru skráðir 40.682 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 2.037 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, eða 1,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysi er töluvert minna en á sama tíma fyrir ári þegar það mældist 1,6%, en ef litið er til febrúar 2006 hefur fækkað um 301 í hópi atvinnulausra, eða um 13%. Atvinnuleysi mældist 1,3% í janúar. Að sögn Vinnumálastofnunar breytist atvinnuástand yfirleitt lítið frá febrúar til mars. Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar.