Atvinnuleysi 1,3% að jafnaði árið 2006

Á árinu 2006 mældist að jafnaði 1,3% atvinnuleysi, 1,8% meðal kvenna og 0,9% meðal karla. Mest var atvinnuleysið í upphafi árs, 2,6% en minnkaði jafnt og þétt eftir því sem leið á árið allt fram í október þegar það mældist 1,0%. Síðustu tvo mánuði ársins jókst það lítið eitt og mældist 1,2% í lok árs. Í desembermánuði síðastliðnum voru skráðir 39.464 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að um 1.879 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum eða 1,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Að mati Vinnumálastofnunar má gera ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist lítið eitt  í janúar. Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar.