Athyglisverð hugmynd að taka upp evru á grundvelli EES

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 það vera athyglisverða hugmynd hjá Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, að taka upp evru á grundvelli EES samningsins. "Mér finnst þetta mjög athyglisvert og sýnir að hann ásamt mörgum fleirum eru komnir að þeirri niðurstöðu að peningamálastefnan og það fyrirkomulag sem við höfum haft með íslensku krónuna á unanförnum árum sé komið á ákveðinn endapunkt og að leita verði nýrra leiða í þessu sambandi." Vilhjálmur segir sjálfsagt að láta reyna á pólitískan vilja Evrópusambandsins í þessum efnum.

Sjá nánar:

Horfa á frétt Stöðvar 2