Átak SVÞ í öryggismálum

SVÞ hafa gert samning við Securitas hf. um fræðslu til starfsmanna í þeim tilgangi að fyrirbyggja hnupl, rán, kortasvik og annan slíkan skaða sem færist í aukana. Securitas hf. mun þannig taka að sér fræðslu í verkefninu Varnir gegn vágestum sem rekið er í samstarfi við Lögregluna í Reykjavík. Sjá nánar á vef SVÞ.