Áskorun um bætt starfsskilyrði í ferðaþjónustu

Í almennri ályktun aðalfundar skora Samtök ferðaþjónustunnar á stjórnvöld að bæta starfsskilyrði greinarinnar og minna þau á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í því sambandi. Samtökin kvarta undan auknum tollum, háum vörugjöldum, háu áfengisgjaldi, innflutningshindrunum á landbúnaðarafurðum og nýju olíugjaldi sem samtökin segja hafa gert rekstrarumhverfi margra fyrirtækja í greininni mun erfiðara en áður. Sjá ályktanir, erindi og annað efni aðalfundarins á nýjum vef SAF.