Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) fór fram 28. nóvember. Sama dag kom út Gátt 2007, ársrit um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun. Á ársfundi FA fengu Elín Þór Björnsdóttir og Kornína Óskarsdóttir viðurkenningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fyrir að vera „Fyrirmyndir í námi fullorðinna 2007” en þær hafa sýnt frumkvæði og kjark og yfirstigið hindranir sem getur hvatt aðra til náms. Sjá nánar um starfsemi ársins í Gáttinni og á vef FA