Vinnumarkaður - 

04. Desember 2013

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Áfram veginn

Áfram veginn

 er yfirskrift ársfundar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2013 sem haldin verður fimmtudaginn 5. desember kl. 13.30 til 16.30 á Grand Hótel Reykjavík. Skráning er í fullum gangi en þema fundarins er þróun framhaldsfræðslu. Aðalfyrirlesarar eru Christine Whiak, prófessor við Thompson River háskólann í Kanada og Jón Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands. Þá munu námsmenn segja frá reynslu sinni af framhaldsfræðslu og veittar verða viðurkenningar til Fyrirmynda í námi fullorðinna.

Á fundinum mun góður hópur fólks ræða um framtíðina í menntamálum, Ársæll Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði Erla Björg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri SÍMEY, Jón Torfi Jónasson, prófessor Háskóla Íslands, María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi SAF og Eyrún Valsdóttir, deildarstjóri Fræðsludeildar ASÍ stýrir umræðum.

Guðrún Eyjólfsdóttir, formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins setur fundinn, Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ stýrir fundi.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

Smelltu hér til að skrá þig á ársfundinn.

Dagskrá fundarins í heild má nálgast hér.

Samtök atvinnulífsins