Ársfundur atvinnulífsins er í dag - bein útsending hefst kl. 14

Ársfundur atvinnulífsins 2014 fer fram í Hörpu í dag. Aukin samkeppnishæfni Íslands og leiðir til að bæta lífskjör þjóðarinnar eru þar til umfjöllunar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra flytur ávarp ásamt Björgólfi Jóhannssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins. Ársfundurinn er öllum opinn en yfir 400 gestir hafa boðað komu sína. Bein útsending frá fundinum hefst kl. 14 á vef SA.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Fjölbreyttur hópur fólks tekur þátt í fundinum, m.a. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, Ásdís Halla Bragadóttir, stofnandi og forstjóri Sinnum, Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og forstjóri Hjallastefnunnar og Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja.

Þá mun Stephane Garelli, framkvæmdastjóri IMD - rannsóknarstofnunar um samkeppnishæfni þjóða heims og prófessor við IMD viðskiptaháskólann í Sviss veita Íslendingum góð ráð að utan í gegnum Skype.

Ísland er í 29. sæti yfir samkeppnishæfustu þjóðir heims skv. mati IMD en á ársfundinum verður kynnt ný stefnumörkun Samtaka atvinnulífsins sem miðar að því að bæta lífskjör þjóðarinnar og koma Íslandi í fremstu röð á næstu 10 árum.


Að loknum Ársfundi atvinnulífsins 2014 fer fram netagerð kl. 16-17 með tónlist og tilheyrandi.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vef Samtaka atvinnulífsins.

#arsfundur

Fyrr um daginn fer fram aðalfundur Samtaka atvinnulífsins í Kaldalóni í Hörpu.

Sjáumst 3. apríl!