Ársfundur atvinnulífsins 3. apríl í Hörpu

Fimmtudaginn 3. apríl fer Ársfundur atvinnulífsins 2014 fram í Hörpu. Aukin samkeppnishæfni Íslands og leiðir til að bæta lífskjör þjóðarinnar eru þar til umfjöllunar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra flytur ávarp ásamt Björgólfi Jóhannssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins. Ársfundurinn er öllum opinn en skráning er nú í fullum gangi og því vissara fyrir áhugasama að tryggja sér sæti sem fyrst.

Fundurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu kl. 14-16.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Fjölbreyttur hópur fólks tekur þátt í fundinum, m.a. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, Stephane Garelli, framkvæmdastjóri IMD - rannsóknarstofnunar um samkeppnishæfni  þjóða heims og prófessor við IMD viðskiptaháskólann í Sviss, Ásdís Halla Bragadóttir, stofnandi og forstjóri Sinnum, Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og forstjóri Hjallastefnunnar og Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja.

Fundarstjóri er  Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS.

Að loknum Ársfundi atvinnulífsins 2014 fer fram netagerð kl. 16-17 með tónlist & tilheyrandi.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vef Samtaka atvinnulífsins.

#arsfundur

Fyrr um daginn fer fram aðalfundur Samtaka atvinnulífsins í Kaldalóni í Hörpu.

Sjáumst 3. apríl!