Efnahagsmál - 

29. desember 2016

Árið 2017: Hver ætlar að vera ábyrgur?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Árið 2017: Hver ætlar að vera ábyrgur?

Þó vet­ur­inn sé loks mættur til lands­ins búum við Íslend­ingar þó svo vel að geta í köld­ustu veðr­unum fundið yl í inn­lendum hag­töl­um. Hvort við séum á toppi núver­andi hag­sveiflu er erfitt að segja en gang­ur­inn er í það minnsta góð­ur. Hag­vöxtur mæld­ist 10% á síð­asta árs­fjórð­ungi og hefur ekki verið meiri frá árs­lokum 2007, en ólíkt því sem þá var virð­ist meiri inni­stæða fyrir vext­in­um. Hag­vöxt­ur­inn er nú drif­inn áfram af útflutn­ingi fremur en skuld­setn­ingu og virkar því heil­brigð­ari en oft áður. Sam­hliða miklum vexti ráð­stöf­un­ar­tekna hafa heim­ili og fyr­ir­tæki nýtt svig­rúmið til að greiða niður skuldir og bund­inn hefur verið endir á skulda­söfnun rík­is­sjóðs þó enn sé þar tals­vert verk að vinna. Til­koma ferða­þjón­ust­unnar sem nýrrar stoðar í gjald­eyr­is­sköpun hefur átt stóran þátt í því að enn er tölu­verður við­skipta­af­gangur þrátt fyrir að við séum komin inn á sjötta ár núver­andi hag­vaxt­arskeiðs og þenslu­merkin eftir því.

Þó vet­ur­inn sé loks mættur til lands­ins búum við Íslend­ingar þó svo vel að geta í köld­ustu veðr­unum fundið yl í inn­lendum hag­töl­um. Hvort við séum á toppi núver­andi hag­sveiflu er erfitt að segja en gang­ur­inn er í það minnsta góð­ur. Hag­vöxtur mæld­ist 10% á síð­asta árs­fjórð­ungi og hefur ekki verið meiri frá árs­lokum 2007, en ólíkt því sem þá var virð­ist meiri inni­stæða fyrir vext­in­um. Hag­vöxt­ur­inn er nú drif­inn áfram af útflutn­ingi fremur en skuld­setn­ingu og virkar því heil­brigð­ari en oft áður. Sam­hliða miklum vexti ráð­stöf­un­ar­tekna hafa heim­ili og fyr­ir­tæki nýtt svig­rúmið til að greiða niður skuldir og bund­inn hefur verið endir á skulda­söfnun rík­is­sjóðs þó enn sé þar tals­vert verk að vinna. Til­koma ferða­þjón­ust­unnar sem nýrrar stoðar í gjald­eyr­is­sköpun hefur átt stóran þátt í því að enn er tölu­verður við­skipta­af­gangur þrátt fyrir að við séum komin inn á sjötta ár núver­andi hag­vaxt­arskeiðs og þenslu­merkin eftir því.

Stöð­ug­leiki er hins vegar ekki eitt­hvað sem við Íslend­ingar höfum verið fast­heldnir á enda virð­umst við heill­ast meira af yfir­spennu og missum oft tökin þegar vel ára. Þó svo staða hag­kerf­is­ins sé ákaf­lega sterk í dag er það því að sama skapi áskorun árs­ins 2017 að við­halda þeirri góðu stöðu sem við búum við í dag, og styrkja þær stoðir sem vel­ferð okkar hvílir á. Það er vel mögu­legt en fyrir okkur liggja einkum þrjár hindr­anir sem geta staðið okkur fyrir þrifum á kom­andi ári.

Höftin
Hafta­los­unin er haf­in, en í hænu­skref­um. Það er löngu orðið tíma­bært að við nýtum okkur góða stöðu og losum okkur undan því sjálf­skap­ar­víti sem höft eru. Trú inn­lendra og erlendra fjár­festa á íslensku hag­kerfi er mik­il, reyndar svo mikil að Seðla­bank­anum þótti nóg um og fann sig knú­inn til þess að mæta auknum áhuga erlendra aðila á að fjár­festa hér­lendis með nýjum inn­flæð­is­höft­um. Höft, sama í hvaða formi, brengla verð­lagn­ingu á mark­aði, draga úr fjár­fest­ingu og nýsköpun og ýta undir efna­hags­legt ójafn­vægi.

Vel­sæld byggir til lengri tíma á verð­mæta­sköpun og fyrir lítið hag­kerfi eins og okkar er lífs­björgin að miklu leyti fólgin útflutn­ingi. Geng­is­styrk­ing er því ekki blessun nema inn­eign sé fyrir henni og útflutn­ings­greinar hald­ist sam­keppn­is­hæf­ar. Krónan styrkt­ist skarpt á þessu ári og grefur það undan sam­keppn­is­stöð­unni en óvíst er t.d. við hvaða gengi krón­unnar ferða­þjón­ustan muni verða fyrir veru­legum skakka­föll­um. Finna þarf jafn­vægi á gjald­eyr­is­mark­aði og besta leiðin er að klára hafta­losun svo verð­myndun krón­unnar geti orðið á eðli­legum for­send­um. Það er því von­andi að stjórn­völd sýni hug­rekki og þor á nýju ári og afnemi þau höft sem eftir standa hið fyrsta. Nið­ur­lagn­ing Gjald­eyr­is­eft­ir­lits­ins væri gott fyrsta skref í þeirri veg­ferð.

Útblásið rík­is­bákn
Þrátt fyrir að fjórða árið í röð sé stefnt á afgang af rekstri rík­is­sjóðs þá er afgang­ur­inn ekki svipur hjá sjón miðað við þann rekstr­ar­af­gang sem skilað var á síð­asta þenslu­skeiði. Þá tókst að helm­inga skuldir rík­is­sjóðs og búa í hag­inn fyrir nið­ur­sveifl­una sem mætti okkur af fullum þunga árið 2008. Skildi þar milli feigs og ófeigs og er áhyggju­efni að hve mikið sá lær­dómur virð­ist hafa gleymst.  Frá árinu 2012 hafa rík­is­út­gjöld vaxið hratt og í nýsam­þykktum fjár­lögum er gert ráð fyrir að þau nái svip­uðum hæðum og árið 2007. Þrátt fyrir aukin útgjöld heyr­ast háværar raddir bæði af þingi og úr opin­bera geir­anum um að auka verði þau enn frek­ar. Þessi krafa er ein­kenni­leg ekki aðeins í ljósi þess að útgjöld eru mikil í sögu­legum sam­an­burði heldur einnig vegna þess að þau eru nán­ast hvergi meiri meðal þró­aðra ríkja. Skorti fé til vissra verk­efna ætti það að vera aug­ljóst að vanda­málið liggur fyrst og fremst í for­gangs­röðun og nýt­ingu þeirra fjár­heim­ilda sem fyrir eru. Með gegnd­ar­lausri útgjalda­aukn­ingu rík­is­sjóðs er ekki verið að búa í hag­inn fyrir næstu nið­ur­sveiflu heldur treyst á að ekk­ert muni út af bregða á næstu árum. Það er auð­velt að eyða í góð­æri en horfi stjórn­völd lengra en til næstu skoð­ana­kann­ana verða þau að hafa kjark til að sýna ábyrgð í núver­andi ástandi. Búa þarf í hag­inn því þegar hið óum­flýj­an­lega bakslag á end­anum kemur og tekju­stofnar drag­ast saman væri ámæl­is­vert að skila af sér rík­is­sjóði með skatt­pró­sentur við þol­mörk, slig­andi skulda­stöðu og útgjöld í hæstu hæð­um.

Ófriður á vinnu­mark­aði
Við­var­andi deilur á vinnu­mark­aði, verk­föll og að lokum launa­hækk­anir langt umfram und­ir­liggj­andi verð­mæta­sköpun í hag­kerf­inu, ýta undir ójafn­vægi í íslensku hag­kerfi og þarf ekki að fletta lengi í íslenskri hag­sögu til að finna dæmi um hvernig slíkt hefur far­ið.  Á sama tíma og kollegar okkar í Sví­þjóð deila um hvort launa­hækk­anir ættu að vera 1,5% eða 2,5% þá ríkir ófremd­ar­á­stand á vinnu­mark­aði þrátt fyrir að með­al­hækkun launa sé næstum því 12% á árinu. Sú til­raun að breyttum vinnu­brögðum sem nefn­ist Salek er hugs­an­lega að renna út í sand­inn og er það alvar­legra en margur held­ur. Vinnu­mark­að­ur­inn á í vanda og og það ætti að vera for­gangs­at­riði að vinna að sátt á nýju ári sem byggj­andi er ár.

Nú reynir á. Hver ætlar að vera ábyrgur á árinu 2017? Þrátt fyrir að við Íslend­ingar getum með stolti sprengt upp árið 2016 þá megum við ekki gleyma þeim við­vör­un­ar­ljósum sem blasa við. Við erum vissu­lega orðin rík­ari en búa þarf þannig um hnút­ana að vel­sældin setj­ist að fremur en að kíki heim­sókn. Þegar allt er tekið saman stefnir í að árið 2017 verði við­burða­ríkt ár. Hvaða við­burðir það verða sem að lokum standa upp úr er að miklu leyti í okkar höndum og skulum við því vona að okkur beri gæfa að 2017 verði einnig hag­fellt ár.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA. 

Greinin birtist í Kjarnanum 29. desember 2016.

Samtök atvinnulífsins