Ari Edwald til 365 miðla

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365 ljósvaka- og prentmiðla. Ari hefur verið framkvæmdastjóri SA frá stofnun samtakanna haustið 1999 en tekur við nýju starfi 1. febrúar nk. Samtök atvinnulífsins þakka Ara vel unnin störf og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.