Andri í Ölgerðinni: Afnám gjaldeyrishafta forsenda framfara

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir að það verði að létta gjaldeyrishöftum af Íslandi við fyrsta tækifæri - rífa þau af eins og plástur og kljást við afleiðingarnar. Það sé forsenda þess að hægt sé að koma hlutunum áfram á Íslandi enda hafi gjaldeyrishöftin skaðlegar afleiðingar fyrir íslensk fyrirtæki og efnahagslíf. Andri er einn þeirra fjölmörgu sem hafa lagt fram hugmyndir að uppfærslu Íslands á hugmyndavefnum www.uppfaerumisland.is. Hægt er að horfa á viðtal við Andra hér á vefnum.

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar miðvikudaginn 16. maí á Hótel Nordica um leiðir til að afnema gjaldeyrishöftin fyrir árslok: Dagskrá og skráning hér