Andrés Magnússon nýr framkvæmdastjóri SVÞ

Þann 1. júní næstkomandi mun Andrés Magnússon taka við sem framkvæmdastjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés er lögfræðingur að mennt og starfaði áður sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS). Sigurður Jónsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra SVÞ, mun taka að sér önnur verkefni fyrir atvinnurekendur.

Nánari upplýsingar á vef SVÞ