Ályktun Iðnþings 2008

"Öll iðnfyrirtæki þarfnast sama grundvallar til að vaxa, dafna og skila eigendum sínum og samfélaginu arði. Stöðug­leiki verður að ríkja í efnahagslífinu, vöxtur að vera jafn og öruggur og starfsskilyrði, sem eru í valdi stjórnvalda, eins hagfelld og kostur er. Undanfarin ár hafa íslenskur iðnaður og atvinnulíf tekið stakkaskiptum. Vöxtur hefur verið mikill og alþjóðavæðing atvinnulífsins verið hröð. Þó að vel hafi gengið er langt í frá að tekist hafi að tryggja stöðugleika. Ekki þarf að fjölyrða um sveiflur í gengi krónunnar, óbæri­lega háa vexti, verðbólgu og viðskiptahalla. Verkefnið er síður en svo auðvelt og engar skyndilausnir tiltækar." Þetta segir m.a. í ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem fram fór í dag.

Ályktunina má lesa í heild á vef SI ásamt öðrum fréttum af Iðnþingi. Samtök iðnaðarins skora á ríkisstjórnina að taka aðild Íslands að ESB á dagskrá og fela nýrri Evrópunefnd það hlutverk að móta samningsmarkmið og hefjast þegar handa við að finna lausnir sem hægt sé að una við.

Sjá nánar:

Ályktun Iðnþings

Vefur SI