Ályktun framkvæmdastjórnar SA um Icesave

Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hvetur stjórn og stjórnarandstöðu til þess að standa saman um skilmála í viðræðum við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi um skuldbindingar Tryggingasjóðs innistæðueigenda vegna Icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að ná samkomulagi um nýja samningsskilmála og ná betri samningum en nú liggja fyrir. Brýn þörf er á víðtækri samstöðu um lausn þessa mikilvæga máls.

Ályktun framkvæmdastjórnar SA (PDF)