Ályktun aðalfundar Samorku: Tenging við Evrópu skoðuð af alvöru

Í ályktun aðalfundar Samorku sem fram fer í dag hvetja samtökin til þess að tenging við raforkukerfi Evrópu verði skoðuð af mikilli alvöru og forsendur verkefnisins treystar áður en ákvörðun er tekin um hvort ráðast eigi í það. Þá leggur Samorka áherslu á mikilvægi þess að hér séu gerðar raunhæfar kröfur til fráveiturekstrar þannig að uppfyllt verði eðlileg skilyrði en ekki gerðar kröfur að nauðsynjalausu sem hafa í för með sér fjárfestingar umfram eðlilega fjárfestingargetu veitufyrirtækja og sveitarfélaga. Loks ítrekar Samorka mikilvægi þess að sátt náist um rammaáætlun og um nauðsynlega uppbyggingu á flutningskerfi raforku.

Sjá nánar á vef Samorku