Alþjóðleg viðbrögð nauðsynleg til að leysa fjármálakrísuna

Forystumenn atvinnulífs í Evrópu og Bandaríkjunum hittust nýverið í París til að ræða viðbrögð við hinni alþjóðlegu fjármálakrísu og minnkandi hagvexti í heiminum. Evrópusamtök atvinnulífsins (BUSINESSEUROPE) sem SA eiga aðild að tóku þátt í viðræðunum en ákveðið hefur verið að alþjóðlegur samráðsfundur atvinnulífsins fari fram í desember. Þar verður m.a. lagðar fram sameiginlegar tillögur um  alþjóðlegt fjármálaeftirlit, matsfyrirtæki, gegnsæi í viðskiptum, reikningsskilastaðla og stjórnarhætti fyrirtækja.

Fulltrúar frá Viðskiptaráði Bandaríkjanna sátu fundinn ásamt BUSINESSEUROPE og samtökum atvinnulífs í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu. Það er mat þeirra að með samvinnu þjóða megi efla hagvöxt á ný á grundvelli frjálsra viðskipta og forðast beri að einstök ríki reisi sér verndarmúra.

Sjá nánar sameiginlega yfirlýsingu á vef BUSINESSEUROPE (PDF)

Upptöku af fundarmönnum á leið til fundar má sjá á vef frönsku samtakanna