Alþjóðleg samkeppni - ódýrari jólagjafir

Áætlað er að jólaverslunin í Danmörku velti um 9 milljörðum danskra króna í ár, rúmlega 90 milljörðum íslenskra króna. Um það bil fimmta hver króna Dana sem þeir eyða fyrir jólin fer í kaup á hlutum sem eru búnir til í löndum utan OECD, t.d. Kína og Tælandi. Í fréttabréfi dönsku samtaka iðnaðarins kemur fram, að væri þessi varningur keyptur innan landa OECD er áætlað að verðmiðinn yrði 210 milljónum danskra króna hærri, rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna. Danskir neytendur njóta því ávaxtanna af alþjóðlegri samkeppni þessi jólin og það gera dönsk fyrirtæki einnig, en 2/3 iðnframleiðslu Dana fara á erlenda markaði.