Alþjóðleg athafnavika 2010 hefst í dag

Alþjóðleg athafnavika 2010 hefst 15. nóvember á Íslandi og um allan heim, en um er að ræða hvatningarátak til nýsköpunar. Samtök atvinnulífsins eru meðal stuðningsaðila vikunnar og er Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, einn af talsmönnum hennar. Boðið verður upp á fjölda viðburða til  að kynna fólki leiðir til að nýta hæfileika sína til nýsköpunar, athafnasemi og frumkvöðlahugsunar. Nemendur, frumkvöðlar, stjórnendur, starfsmenn fyrirtækja, stjórnmálaleiðtogar og margir fleiri munu taka þátt í fjölda viðburða af öllum stærðum og gerðum á meðan Athafnaviku stendur. 

  

Sjá nánar á www.athafnavika.is