Alþjóðleg athafnavika 16.-22. nóvember

Samtök atvinnulífsins eru meðal stuðningsaðila Alþjóðlegrar athafnaviku sem fram fer 16.-22. nóvember í meira en 100 löndum og þar á meðal á Íslandi. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um gildi nýsköpunar og athafnasemi fyrir samfélagið ásamt því að kveikja bjartsýni.

Athafnavikan er árlegur viðburður en í fyrra tóku yfir þrjár milljónir manna þátt í 25 þúsund viðburðum í 80 löndum. Aðstandendur Athafnavikunnar hvetja þjóðina til að láta til sín taka og segja forvitnilegt að sjá hversu miklu Íslendingar komi í verk á einni viku.

Bæði fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og jafnvel skipuleggja eigin viðburði en frekari upplýsingar má nálgast á vef verkefnisins: www.athafnavika.is.