Fréttir - 

26. október 2021

Álklasinn og tækifæri í loftslagsmálum - Þáttur hefst kl. 10:00

Umhverfismál

Umhverfismál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Álklasinn og tækifæri í loftslagsmálum - Þáttur hefst kl. 10:00

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls ræðir um áliðnað og loftslagsmál við Guðbjörgu Óskarsdóttur framkvæmdastjóra Álklasans og Guðrúnu Sævarsdóttur prófessor við NTNU og lektor við HR.

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls ræðir um áliðnað og loftslagsmál við Guðbjörgu Óskarsdóttur framkvæmdastjóra Álklasans og Guðrúnu Sævarsdóttur prófessor við NTNU og lektor við HR.

Í síðasta umræðuþætti Umhverfismánaðar atvinnulífsins er farið ofan í þróunina í áliðnaði með hliðsjón af loftslagsmálum, m.a. hver staðan er hér á landi og hvernig örva megi rannsóknir og fjárfestingar í loftslagsvænum verkefnum hér á landi.

Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum orkuskipta í fróðlegum 20 mínútna umræðuþáttum. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 í Sjónvarpi atvinnulífsins og í Samtölum atvinnulífsins á helstu hlaðvarpsveitum.

Hér má sjá nánari dagskrá mánaðarins

Samtöl atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins