Alcan hlýtur Starfsmenntaverðlaunin 2006

Starfsmenntaverðlaun Menntar og Starfsmenntaráðs fyrir árið 2006 hlýtur Alcan í flokki fyrirtækja og félagasamtaka. Alcan hlýtur verðlaunin fyrir Stóriðjuskólann og uppbyggingu náms við hann. Í flokki skóla og fræðsluaðila hlýtur Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verðlaunin fyrir öflugt samstarf á svæðinu við grunnskóla og fyrirtæki, til að kynna og gera veg iðnnáms sem mestan. Í opnum flokki hlýtur Björg Árnadóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur verðlaunin. Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim sem þykja vinna framúrskarandi starf í starfsmenntun, hvort sem um er að ræða skóla, samtök, frumkvöðla eða fyrirtæki sem sinna vel fræðslumálum starfsmanna sinna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Starfsmenntaverðlaunin.