Vinnumarkaður - 

27. maí 2011

Álag á orlofsuppbót ekki til greiðslu um mánaðamótin

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Álag á orlofsuppbót ekki til greiðslu um mánaðamótin

Kjarasamningar sem SA skrifuðu undir við ASÍ og flest landssambönd þess þann 5. maí sl. hafa nú verið samþykktir af samningsaðilum. Launafólk sem samningarnir ná til fá því sérstaka eingreiðslu kr. 50.000 um mánaðamótin. Eingreiðslan miðast við fullt starf á tímabilinu 1. mars til 31. maí og er hugsuð sem uppbót fyrir þá frestun sem varð á gildistöku nýrra kjarasamninga. Á vinnumarkaðsvef SA geta aðildarfyrirtæki SA nálgast ítarlegar upplýsingar um launaútreikninga vegna eingreiðslunnar.

Kjarasamningar sem SA skrifuðu undir við ASÍ og flest landssambönd þess þann 5. maí sl. hafa nú verið samþykktir af samningsaðilum. Launafólk sem samningarnir ná til fá því sérstaka eingreiðslu kr. 50.000 um mánaðamótin. Eingreiðslan miðast við fullt starf á tímabilinu 1. mars til 31. maí og er hugsuð sem uppbót fyrir þá frestun sem varð á gildistöku nýrra kjarasamninga. Á vinnumarkaðsvef SA geta aðildarfyrirtæki SA nálgast ítarlegar upplýsingar um launaútreikninga vegna eingreiðslunnar.

Rétt er að taka fram að ekki kemur í ljós fyrr en 22. júní hvort 10 þúsund króna álag verður greitt á orlofsuppbót 2011 en það ræðst af því hvort forsendur fyrir þriggja ára samningi halda eða ekki.

Gerður var sérstakur aðfararsamningur sem framlengdi alla kjarasamninga aðila til 22. júní. Til þess tíma hefur ríkisstjórn Íslands frest til að efna tiltekin mál í samræmi við yfirlýsingu sem gefin var út í tengslum við samningana. Forsendur þess að samningar haldi til þriggja ára eru að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum.

Ef samningsaðilar komast að þeirri niðurstöðu fyrir 22. júní 2011 að ekki séu forsendur fyrir þriggja ára kjarasamningum getur hvor aðili fyrir sig framlengt fyrrgreindan aðfararsamning til 31. janúar 2012. Þær breytingar á kjarasamningunum sem samið var um að tækju gildi 1. júní koma þá að fullu til framkvæmda, þ.m.t. ný og breytt ákvæði kjarasamninga og bókanir. Þó taka ekki gildi sérstakt 15.000.- kr. álag á desemberuppbót 2011 og sérstakt 10.000.- kr. álag á orlofsuppbót 2011, ákveði ASÍ einhliða framlengingu þessa aðfararsamnings til 31. janúar 2012.

Umsamdar launahækkanir ná til launamanna sem falla undir almenna kjarasamninga eftirtalinna félaga og sambanda:

  • Flóabandalagið (Efling, Hlíf, VSFK)

  • Rafiðnaðarsamband Íslands

  • Samiðn

  • Starfsgreinasamband Íslands (einnig Akranes, Húsavík og Þórshöfn)

  • VR / LÍV

  • Félag bókagerðarmanna

  • Matvís

  • Mjólkurfræðingafélag Íslands

  • VM félag vélstjóra og málmtæknimanna

  • Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja

  • Verkstjórasamband Íslands

Sjá nánar á Vinnumarkaðsvef SA

Upplýsingavefur SA um kjarasamningana

Aðildarfyrirtæki SA geta nálgast lykilorð á skrifstofu SA í síma 591 0000 eða með því að senda póst á mottaka@sa.is

Samtök atvinnulífsins