Áhrif loftslagssamninga á atvinnulíf

Fundaröð Samtaka atvinnulífsins um atvinnulíf og umhverfi hefst á nýjan leik með morgunverðarfundi á Grand Hótel, mánudaginn 3. september næstkomandi. Þar mun Halldór Þorgeirsson, forstöðumaður hjá Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna, ræða um stöðuna í loftslagsmálum og áhrif alþjóðaskuldbindinga á atvinnulíf. Hvert stefnir? Hvernig má nýta verkefni í þróunarríkjum til að draga úr útstreymi heima fyrir? Hvernig starfa alþjóðlegir kolefnissjóðir? Hver verða áhrif á orkunýtingu og orkuvinnslu Íslendinga? Þátttökugjald er kr. 1.500 með morgunverði. Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Mikill fengur er að komu Halldórs til Íslands, en hann hefur starfað hjá Loftslagsstofnuninni frá árinu 2004 og vinnur nú að málefnum sem tengjast sjálfbærri þróun og sveigjanleikaákvæðum. Hann var áður skrifstofustjóri sjálfbærrar þróunar og alþjóðamála í umhverfisráðuneytinu.

Morgunverðarfundur SA fer fram í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík. Morgunverður hefst kl. 8:00 en fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:30 og verður lokið kl. 10:00

Smellið hér til að skrá þátttöku