Ágallar í frumvarpi um skattlagningu söluhagnaðar hlutabréfa (1)

Í umsögn Samtaka atvinnulífsins til Alþingis um frumvarp um skattlagningu söluhagnaðar hlutabréfa kemur fram að SA fagna því markmiði sem í frumvarpinu felst. Ætlunin er að afnema skattlagningu söluhagnaðar hlutabréfa milli fyrirtækja og búa þeim samkeppnishæft og örvandi skattaumhverfi. Fram að þessu hafa fyrirtæki haft hagræði af því að stofna eignarhaldsfyrirtæki t.d. í Hollandi en ætlunin er að draga úr því hagræði. Hins vegar er í umsögninni bent á ágalla í frumvarpinu sem felast meðal annars í takmörkun á frádráttarbærum kostnaði og óljósum ákvæðum sem bjóða upp á óvissu í framkvæmd. Eins er bent á neikvæð áhrif þess að fella niður heimild til frestunar skattlagningar söluhagnaðar um tvenn áramót.

Umsögn SA má nálgast hér