Efnahagsmál - 

12. Febrúar 2009

Ætlum að koma standandi út úr kreppunni

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ætlum að koma standandi út úr kreppunni

"Við fórum standandi inn í þessa kreppu og ætlum helst að koma standandi út úr henni," segir Andrés Sigurðsson rekstrarstjóri Loftorku í Reykjavík, en fyrirtækið hefur vakið athygli fyrir ákveðin viðbrögð við efnahagsþrengingunum sem nú ríða yfir íslenskt samfélag.

"Við fórum standandi inn í þessa kreppu og ætlum helst að koma standandi út úr henni," segir Andrés Sigurðsson rekstrarstjóri Loftorku í Reykjavík, en fyrirtækið hefur vakið athygli fyrir ákveðin viðbrögð við efnahagsþrengingunum sem nú ríða yfir íslenskt samfélag.

Loftorka í Reykjavík er verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í jarðvinnuverkefnum, gatnagerð og malbikun og er eitt elsta verktakafyrirtæki landsins. Fyrirtækið, sem er fjölskyldufyrirtæki hefur unnið að vegagerð víða um land og lagt slitlag á ófáa vegi. Í samstarfi við önnur fyrirtæki hefur Loftorka komið að því að byggja hafnir og virkjanir s.s. Hrauneyjafossvirkjun, Blönduvirkjun, Sundahöfn, Helguvíkurhöfn o.fl. Fyrirtækið hefur yfir að ráða öflugum og nýlegum tækjum og hefur lagt sig fram um að vera með nýjustu og bestu tækni í landmælingum, er meðal annars með 5 vélar útbúnar GPS mælitækjum. Hjá félaginu starfa að meðaltali 75 starfsmenn, þar af eru 7 jarðvinnuverkstjórar og af þeim hafa 2 lokið námi í jarðlagnatækni.  

En hvernig brugðust Loftorkumenn við kreppunni"með þeim í liði" og allir reyni að hjálpast að við að finna eða búa til verk.

Síðan kreppan reið yfir hafa verið haldnir starfsmannafundir í fyrirtækinu að jafnaði á fjögurra vikna fresti. Þar er staðan rædd og farið yfir hvaða kostir eru fyrir hendi, m.a. hefur verið rætt um lækkað starfshlutfall en til þess þó ekki verið gripið ennþá heldur hafa stjórnendur valið að þrjóskast við í þeirri trú að úr ástandinu rætist. "Mannauðurinn skiptir mestu máli og það er ekki eitthvað sem við höfum uppgötvað í kreppunni - við höfum vitað það lengi," segir Andrés. Starfsandinn  er góður, meðalstarfaldurinn er 16 ár og margir starfsmenn hafa unnið hjá fyrirtækinu í  áratugi.

Það er eftirsjá að þeim stafsmönnum sem Loftorka neyddist til að segja upp störfum en stjórnendum fyrirtækisins þykir mjög vænt um að margir af þeim hafi haldið tengslum við vinnustaðinn, komið á skipulagðar samkomur sem efnt er til og einnig litið í kaffi til að fylgjast með starfseminni og vinnufélögunum. 

Hjá Loftorku eru menn ákveðnir í að vera bjartsýnir. "Það hlýnar og hlánar og þá komumst við í viðhald á malbiki sem hefur verið erfitt undanfarnar vikur vegna kulda og snjóa. Og svo er þessi geiri líka heldur betur settur en margir aðrir - hann er mannaflsfrekur og talað hefur verið um að auka slíkar framkvæmdir og jafnvel búið að ákveða brúarsmíði og vegagerð til að bæta atvinnuástandið. Við trúum því að úr rætist og ætlum að halda eins vel og kostur er utan um starfsmannahópinn þangað til," segir Andrés Sigurðsson, rekstrarstjóri Loftorku í Reykjavík.

Samtök atvinnulífsins