Aðstoðarseðlabankastjóri heimsækir SA

Rannveig Sigurðardóttir, nýráðinn aðstoðarseðlabankastjóri, heimsótti Hús atvinnulífsins í morgun. Þegar hún tók við starfinu kynnti hún áform um beinar samræður forystu bankans og fólksins í landinu.

Á fundi Rannveigar með starfsfólki Samtaka atvinnulífsins var fjallað um horfur á vinnumarkaði og komandi kjarasamninga, leiðir til að mæta skorti á húsnæði og nauðsyn þess að Seðlabankinn beindi málflutningi sínum beint til almennings með einföldum og skýrum skilaboðum.

Á meðfylgjandi mynd eru Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.