Aðgerðaáætlun 2010 um uppbyggingu atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins kynntu í dag nýja stefnumörkun stefnu um atvinnu- og efnahagsmál sem miðar að sköpun nýrra starfa og uppbyggingu atvinnulífsins á þessu ári og í næstu framtíð. Meginmarkmiðið er að útrýma atvinnuleysi og tryggja að ný störf verði til fyrir þá sem koma út á vinnumarkaðinn á næstu árum. Um er að ræða stefnumörkun á fjölmörgum sviðum sem miða að því að koma Íslandi af stað. Yfirskrift hennar er Atvinna fyrir alla.

Yfirlit yfir helstu þætti stefnumörkunarinnar má nálgast í glærukynningu hér að neðan en stefnan verður birt í heild á vef SA á mánudag þegar hún kemur jafnframt út í prentuðu riti.

Í inngangi ritsins segir m.a.:

Samtök atvinnulífsins telja að örlög íslensks atvinnu- og efnahagslífs séu fyrst og fremst í höndum Íslendinga sjálfra. Aðgerðir eða aðgerðaleysi ráði því hvernig til takist að komast út úr kreppunni í kjölfar bankahrunsins í október 2008.

Opinberar spár ganga út frá því að hagur íslensku þjóðarinnar muni halda áfram að versna og atvinnuleysi aukist á þessu ári. Samtök atvinnulífsins eru fullviss um að það þurfi ekki að gerast og á þessu ári geti strax orðið viðsnúningur og grundvöllur skapast fyrir nýja framfarasókn.

Samtök atvinnulífsins leita eftir samstöðu með öllum ábyrgum aðilum sem hafa metnað fyrir hönd íslensku þjóðarinnar til þess að ná viðsnúningi strax þannig að endurheimta megi fulla atvinnu og fyrri lífskjör eigi síðar en á árinu 2015.

Sjá nánar:

Kynning á nýrri stefnumörkun SA: Atvinna fyrir alla (PDF)