Aðgangur að erlendu lánsfé verði tryggður

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, hvetur þá sem koma að Icesave-verkefninu að nálgast það af ábyrgð og með alla hagsmuni í huga. Meta þurfi kostnaðinn sem hljótist á töfum á því að samið sé um Icesave en hann geti verið mikill. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Vilhjálmur segir í samtali við blaðið að lausn Icesave-málsins hafi mikið að segja um aðgang að fjármagnsmörkuðum í útlöndum. Aðgangur ríkissjóðs og einstakra fyrirtækja að lánsfé sé nauðsynlegur, bæði vegna atvinnusköpunar en ekki síður vegna mikillar endurfjármögnunarþarfar ríkisins og orkufyrirtækjanna á næsta og þarnæsta ári.

"Það verður að vera búið að koma þessum málum í lag. Aðgangur að erlendu lánsfé er langur ferill og þetta þarf að vera í lagi þegar við þurfum á peningunum að halda. Þetta er ekki eins og að kveikja og slökkva ljós," segir Vilhjálmur.

Einnig var rætt við Vilhjálm í Bítinu morgunþætti Bylgjunnar í morgun um atvinnumálin og horfurnar framundan.

Sjá nánar:

Vefútgáfa Fréttablaðsins 10. mars 2010

Viðtal við Vilhjálm í Bítinu 10. mars 2010