Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva 3. október

Samtök fiskvinnslustöðva halda aðalfund sinn föstudaginn 3. október nk., í Skíðaskálanum í Hveradölum. Fjallað verður um sókn á erlend mið, samkeppni við Kína, þorskeldi o.fl. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, mun stýra pallborðsumræðum um ógnanir og tækifæri í íslenskum sjávarútvegi. Sjá nánar á heimasíðu SF.