Aðalfundur Samorku: Vonbrigði með stöðu rammaáætlunar

Í ályktun aðalfundar Samorku er lýst vonbrigðum með stöðuna og ferlið við gerð rammaáætlunar. Í drögum að tillögu frá ágúst 2011 hafði verið vikið frá faglegri forgangsröðun verkefnisstjórnar og nú er málið öðru sinni statt í ógegnsæju samningaferli á vettvangi stjórnvalda, eftir miklar tafir og með tilheyrandi óvissu. Að mati Samorku væri vænlegast að styðjast einfaldlega við faglega röðun verkefnisstjórnar, frá í júní 2011. Þá ítrekar fundurinn andstöðu við hugmyndir um að færa auðlindamál undir umhverfisráðuneytið.

Sjá nánar á vef Samorku