Aðalfundur SA í dag - föstudaginn 18. apríl

HafnarhúsiðAðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður haldinn í dag föstudaginn 18. apríl í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu.

Yfirskrift fundarins er Út úr umrótinu - inn í framtíðina. Venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 15:00 en opin dagskrá hefst kl. 16:00 með ræðu formanns SA og ræðu Geirs H. Haarde, forsætisráðherra.

Þá horfa til framtíðar Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans og Ólöf Nordal, alþingismaður.

Aðalfundargestir fá nýtt rit SA um alþjóðavæðingu vinnumarkaðarins og brugðið verður upp svipmyndum af íslenskum vinnumarkaði. Dagskránni lýkur um kl. 17:15 með móttöku SA í Hafnarhúsinu.

Fundarstjóri er Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.

SA hvetja félagsmenn og aðra áhugasama til að taka frá seinnipart föstudagsins 18. apríl og vonast til að sjá sem flesta í Hafnarhúsinu.

Smellið hér til að skrá þátttöku

Dagskrá aðalfundar SA (PDF)