Aðalfundur SA 6. mars 2013 - skráning í fullum gangi
Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2013 verður haldinn miðvikudaginn 6. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra munu flytja erindi á opinni dagskrá fundarins. Þá mun fjölbreyttur hópur stjórnenda fjalla um leiðir til að skapa samstöðu um fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör landsmanna.
Venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 13 en opin dagskrá hefst kl. 14 í aðalsal Nordica undir yfirskriftinni Samstöðuleiðin: Fleiri störf - betri störf.

Eftirfarandi aðilar munu stíga á stokk auk Vilmundar Jósefssonar og Þorsteins Pálssonar:
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss
Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi
Georg Gísli Andersen, framkvæmdastjóri Valafells
Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital
Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans og stjórnarformaður Festu.
Í lok fundar mun nýr formaður Samtaka atvinnulífsins flytja
lokaorð og slíta fundi.
Vilmundur Jósefsson, núverandi formaður Samtaka
atvinnulífsins hefur ákveðið að hætta sem formaður SA og stendur
kosning formanns nú yfir meðal félagsmanna SA. Björgólfur
Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur gefið kost á
sér sem nýr formaður Samtaka atvinnulífsins.
Fundarstjóri er Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og varaformaður SA.
Samtök atvinnulífsins hvetja alla áhugasama um uppbyggingu atvinnulífsins og bætt lífskjör á Íslandi til að taka daginn frá og fjölmenna á Nordica.
Aðalfundi SA lýkur kl. 16.