Aðalfundur SA 4. maí

Samtök atvinnulífsins halda aðalfund sinn þriðjudaginn 4. maí á Grand Hótel Reykjavík. Auk ávarpa formanns SA og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra verður kynnt ný skýrsla samtakanna um eftirlit með atvinnustarfsemi og tillögur til úrbóta. Þá mun framkvæmdastjóri hjá sænsku samtökum atvinnulífsins flytja erindi um leiðir til þess að efla traust almennings á atvinnulífinu. Sjá nánar