Aðalfundur SA 22. apríl - skráning stendur yfir

Atvinnulífið skapar störfin er yfirskrift aðalfundar SA 2009 sem verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl á síðasta degi vetrar. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst opin dagskrá kl. 15:00.

Smelltu til að skrá þig!


Formaður SA, Þór Sigfússon, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, flytja erindi.

Þá munu Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa og Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður leggja á ráðin um hvernig hægt sé að skapa 20.000 störf.

Fundarstjóri er Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Marel Food Systems.

Dagskrá lýkur kl. 16:30 þegar atvinnulífið kveður vetur með formlegum hætti.

Dagskrá fundarins má nálgast hér (PDF)