Aðalfundur SA 18. apríl - takið daginn frá

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2012 verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl á síðasta degi vetrar. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica en Samtök atvinnulífsins hvetja fólk úr atvinnulífinu og aðra áhugasama um uppbyggingu atvinnulífsins til að taka daginn frá.

Yfirskrift fundarins og dagskrá verður kynnt þegar nær dregur en venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 13 (í sal H) en opin dagskrá hefst kl. 14 (í sal A&B) og stendur til kl. 16:00 þegar atvinnulífið kveður veturinn 2011-2012 og fagnar sumri.

Sjáumst!

Vilmundur Jósefsson
Vilmundur Jósefsson, formaður SA, á aðalfundi 2011.