Aðalfundur SA 17. apríl 2007

ÍSLAND 2050 – TVEIR Á MÓTI EINUM er yfirskrift aðalfundar SA sem fram fer á Hótel Nordica þann 17. apríl næstkomandi. Vísað er til þess að árið 2050 stefnir í að það verði tveir Íslendingar á vinnumarkaði fyrir hvern ellilífeyrisþega. Íslenska þjóðin er að eldast en í dag eru fimm Íslendingar á vinnumarkaði fyrir hvern ellilífeyrisþega. Þessi þjóðfélagsbreyting sem nú er hafin er í raun ávísun á miklar breytingar á fjölmörgum sviðum. Á fundinum verður kynnt ný könnun Capacent Gallup á viðhorfum Íslendinga til framtíðarinnar. Trúir þjóðin því að kreppa sé framundan? Búast Íslendingar við stórkostlegum framförum í læknavísindum og breytingum á orkumálum Íslendinga? Verður búið að tvöfalda hringveginn árið 2050 og Ísland orðið hluti af ESB? Sjá nánar