Aðalfundur LÍÚ: Horfið verði frá hugmyndum um upptöku aflaheimilda

Aðalfundur LÍÚ haldinn í Reykjavík 29. og 30. október 2009  mótmælir harðlega framkomnum hugmyndum um upptöku aflaheimilda og hvetur stjórnvöld til að hverfa nú þegar frá þeim. "Upptaka aflaheimilda er alvarleg ógn við íslenskan sjávarútveg og bein aðför að landsbyggðinni. Þessar hugmyndir hafa þegar valdið atvinnugreininni og tengdum þjónustugreinum fjárhagstjóni. Með upptökunni yrði gerður að engu sá ávinningur og sú hagræðing sem náðst hefur í sjávarútvegi undanfarin ár," segir m.a. í ályktun aðalfundarins.

Fundurinn skorar á stjórnvöld að eyða nú þegar þeirri óvissu sem ríkir varðandi starfsumhverfi greinarinnar og hverfa frá hugmyndum sínum um upptöku aflaheimilda. Ályktunina í heild má lesa á vef LÍU ásamt öðrum ályktunum aðalfundarins og ræðu formanns LÍU, Adolfs Guðmundssonar.

Sjá nánar:

Ályktanir aðalfundar LÍU

Ræða formanns LÍU