90 mínútur: Upptaka frá umræðum formanna stjórnmálaflokka á vef SA

Upptaka frá opnum fundi Samtaka atvinnulífsins með formönnum Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er aðgengileg á vef SA. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 18. apríl, fyrir fullum sal í Hörpu. Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Steingrímsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sátu fyrir svörum í 90 mínútur um hvernig flokkarnir ætla að örva atvinnulífið á næstu árum. 

Umræður

Fram kom mikill vilji til samstarfs við atvinnulífið og aðila vinnumarkaðarins til að tryggja stöðugleika, vinna að breytingum á skattkerfinu, auka fjárfestingar, móta peningastefnu til framtíðar og afnema gjaldeyrishöftin.

Formennirnir sögðust  fúsir til að vinna saman að lausn viðfangsefna til að örva atvinnulífið og bæta lífskjör almennings.

Björgólfur Jóhannsson, formaður SA sagði í upphafi fundar samtökin reiðubúin til slíks samstarfs og vilja leggja sitt af mörkum.

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, stýrði umræðunum sem sýndar voru í beinni útsendingu. Fjöldi fólks fylgdist með á vefnum en upptöku má nálgast hér að neðan, skipt upp eftir umræðuefnum.

90 MÍNÚTUR: UPPTAKA

Ávarp formanns SA, Björgólfs Jóhannsonar:Orri Hauksson kynnir þátttakendur og fyrirkomulag umræðna:

Umræða um stöðugleika:

Umræða um skatta:

Umræða um fjárfestingar:


Umræða um peningamál:

Lokaspurning: Gjaldeyrishöftin og gömlu bankarnir:

Samtök atvinnulífsins þakka formönnum flokkanna fyrir þátttökuna, gestum sem mættu til fundarins og áhorfendum á vefnum.

Svipmyndir frá 90 mínútum í Hörpu:

Orri

Katrín Jakobsdóttir

Umræður vinstri 2

 

Umræður hægri

Umræður 3

 Árni Páll

Salur bjarturSigmundur

Stöðugleikinn