65% kaupmáttaraukning lágmarkslauna frá 1995
Frá því í janúar 1995 hefur lágmarkskauptaxti hækkað um 106%, úr
kr. 43.116 í kr. 88.794. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs
um 31% og því hefur kaupmáttur lágmarkskauptaxta hækkað um 58% á
þessu tímabili.
Á sama tíma hækkaði lágmarkstekjutrygging úr kr. 43.116 í kr. 93.000, eða um 116%, og kaupmáttur lágmarkstekjutryggingar því um 65%.
(Smellið á myndina)