60% vilja léttvín og bjór í matvöruverslanir

Samkvæmt könnun IMG Gallup fyrir SVÞ eru 59,6% lands-manna fylgjandi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar nokkrum sinnum áður og niðurstaðan er alltaf sú að meirihluti vill geta keypt léttvín og bjór í matvöruverslunum. 35% svarenda voru andvígir og 5,4% tóku ekki afstöðu. Sjá nánar á vef SVÞ.