60 milljarða ávinningur á ári

Ef það tekst að fjölga störfum um 15 þúsund á næstu árum mun fjárhagslegur ávinningur Íslendinga nema nálægt 60 milljörðum króna á hverju ári. Það er meira en framlög ríkisins á árinu 2013 til allra framhaldsskóla, háskóla og LÍN. Það er því til mikils að vinna en tækifærin eru svo sannarlega til staðar.

Á næstu árum þarf að skapa a.m.k. 10 þúsund ný störf til að koma á fullri atvinnu á ný og mæta vaxandi fjölda fólks á vinnumarkaði. Starfandi fólki fækkaði um 10 þúsund milli áranna 2008 og 2012 og um 1.500 manns bætast við vinnumarkaðinn á hverju ári. Til að bjóða hluta þeirra 9.000 íbúa einnig vinnu sem fluttu brott af landinu árunum 2009-2012 og hafa ekki komið aftur þurfum við enn fleiri störf.

Þetta kemur m.a. fram í stuttu myndbandi sem sýnt var á aðalfundi SA 2013 og horfa má á hér að neðan.

Lítill hagvöxtur á Íslandi er mikið áhyggjuefni en á meðfylgjandi mynd má sjá fjölgun starfa á Íslandi m.v. mismunandi hagvaxtarforsendur og vöxt vinnuafls.

Vöxtur vinnuafls og fjölgun starfa m.v. mismunandi hagvaxtarforsendur

Verði hagvöxtur að jafnaði 2,5% á ári mun full atvinna ekki nást í fyrirsjáanlegri framtíð. Verði hagvöxtur að jafnaði 3,5% á ári má gera ráð fyrir því að full atvinna komist á eftir tæpan áratug. Til að minnka atvinnuleysið hratt eins og hægt er að gera þarf því verulega auknar atvinnuvegafjárfestingar og hagvöxt umfram 3,5%. Fyrir ríkissjóð í fjárþörf er besta ráðið til að auka tekjur sínar að fjölga skattgreiðendum.

Tengt efni:

Vinnum saman - smelltu hér til að horfa