59 10 000 ... Hús atvinnulífsins góðan daginn!

Nýtt sameiginlegt símanúmer fyrir Hús atvinnulífsins er 59 10 000.  Þar er svarað í símann fyrir Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök fjármálafyrirtækja á opnunartíma  frá kl. 8.30-16.30.

Tekið er á móti félagsmönnum og gestum sem eiga leið í Hús atvinnulífsins í sameiginlegri móttöku á fyrstu hæð. Þar er jafnframt að finna nýjan fundarsal og fundarherbergi sem eiga eftir að koma að góðum notum. Þar er einnig aðstaða þar sem félagsmenn geta tyllt sér niður, gætt sér á kaffi eða tesopa, og rætt helstu mál ef þeir eiga leið um Borgartúnið.

Markmið breytinganna er að bæta þjónustu við aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtök þeirra. Nýtt rekstrarfélag sér t.d. um fjármál, bókhald, rekstur, innkaup, félagatal og ýmis sameiginleg mál félaganna sem verða nú á einni hendi.

Við vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn í Húsi atvinnulífsins á næstunni.