4-5% hagvöxtur ef rétt verður haldið á spilunum

Formaður Samtaka atvinnulífsins, Vilmundur Jósefsson, vonast til þess að ákveðnar stórframkvæmdir fari á stað á næstunni og vísar þar til framkvæmda í Helguvík og á Norðausturlandi. Rætt var við Vilmund á Bylgjunni í þættinum Reykjavík síðdegis þriðjudaginn 3. janúar um stöðuna í atvinnulífinu og horfurnar framundan. Samtök atvinnulífsins telja 4-5% hagvöxt nauðsynlegan til að vinna til baka töpuð lífskjör þjóðarinnar og kveða niður atvinnuleysið. Vilmundur segir það raunhæft markmið ef rétt er haldið á spilunum.

Hægt er að hlusta á upptöku af viðtalinu hér að neðan en Vilmundur segir það m.a. slæmt að störfum hafi ekki fjölgað svo neinu nemi og fólksflótti Íslendinga til nágrannalandanna sé þjóðinni dýrkeyptur. Vilmundur viðurkennir að einhver aukning hafi orðið í landsframleiðslu á síðasta ári en hún stafi að stórum hluta af einkaneyslu en ekki auknum fjárfestingum sem hagvöxtur til framtíðar byggi á.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA