3,9% atvinnuleysi

Í dag, föstudaginn 28. febrúar eru 6.291 einstaklingar á atvinnuleysisskrá opinberra vinnumiðlana. Miðað við fjölda starfandi skv. vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í nóvember sl. nemur þessi fjöldi 3,86% af mannafla. Fjölgunin frá síðasta föstudegi nemur 76 einstaklingum.  Fleiri eru atvinnulausir nú í lok febrúar en í lok janúar sem er gegn árstíðasveiflu þar sem venjulega dregur úr atvinnuleysi í febrúar.  Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi fer því vaxandi.  Hlutfallslegt atvinnuleysi er svipað hjá körlum (3,9%) og konum (3,8%). Línuritið sýnir þróunina frá áramótum, þegar atvinnuleysi mældist 3,1%.

Smellið hér til að fá stærri mynd